no
Böcker
Óþekktur

Eyrbyggja saga

Eyrbyggja saga er sérstök og heldur frábrugðin helstu Íslendingasögum. Bygging hennar er frábrugðin og persónur hennar skarast gjarnan á við það sem þekkist úr Brennu-Njáls sögu og Laxdælu sem dæmi. Sögusviðið er norðanvert Snæfellsnes um og eftir árið 1000.
Sagan fjallar um Snorra goða Þorgrímsson, litríkan og blendinn málafylgjumann og segir frá valdaferli hans á hugmyndafræðilegan hátt. Verkið fjallar ekki einvörðungu um ævi Snorra heldur er það skýr þjóðfélagsspegill þess tímabils sem sagan spannar. Ljóst er að höfundur veitir samfélagslegum þáttum á söguöld mikla athygli en Sturla Þórðarson hefur gjarnan verið nefndur sem hugsanlegur höfundur sögunnar.
Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.
138 trycksidor
Ursprunglig publicering
2020
Utgivningsår
2020
Har du redan läst den? Vad tycker du om den?
👍👎
fb2epub
Dra och släpp dina filer (upp till fem åt gången)