no
Böcker
Ýmsir Höfundar

Bílsprengjumorðið við Kamppitorg

Þriðjudaginn 16. júní 2002, kl. 06.45, ók hinn 33 ára gamli Janne (nafni breytt) bíl sínum í miðborg Helsinki eftir Mannerheimsvegi, í átt að Kamppitorgi, á leið til vinnu sinnar við byggingarframkvæmdir í miðborg Helsinki. Janne hafði lagt af stað í vinnuna frá Ruskeasuo, garðlandahverfi u.þ.b. þrjá kílómetra frá miðborg Helsinki, þar sem hann átti bústað.
Dagurinn átti að verða eins og hver annar vinnudagur og Janne grunaði síst að þessi nýbyrjaði vinnudagur yrði sá síðasti í lífi hans, og raunar hans hinsti dagur. Hann beygði af Mannerheimsveginum inn á Nyrðri-Járnbrautargötu, og meðan hann beið eftir grænu umferðarljósi á móts við Hótel Helka sprakk Opel Kadett Caravan-bíllinn hans í loft upp.
Sprengingin var svo kröftug að bíll Jannes gjöreyðilagðist og olli talsverðum skemmdum í nágrenninu. Sjálfur lést Janne þegar í stað.

Í bókunum „Norræn sakamál" segja íslenskir lögreglumenn frá merkilegum málum sem þeir hafa unnið að, gera grein fyrir atburðarrás glæpanna, rannsókn þeirra og gefa raunsanna lýsingu á glæpamönnunum og ást— æðunum sem liggja að baki voðaverka, bæði með sögum frá hinum Norðurlöndunum og raunsönnun íslenskum sakamálum.
19 trycksidor
Ursprunglig publicering
2020
Utgivningsår
2020
Har du redan läst den? Vad tycker du om den?
👍👎
fb2epub
Dra och släpp dina filer (upp till fem åt gången)