is
Ljud
Netta Muskett

Hljómur hamingjunnar

Lyssna i appen
Líf Anne snýst um kennslu, hún er fær í sínu starfi og þykir mjög gefandi að kenna börnum. Einn daginn rekst hún á Gillian, sem er svo keimlík henni að varla gæti nokkur þekkt þær í sundur. Gillian biður Anne að taka þátt í ráðabruggi með sér. Hún vill að Anne verði staðgengill hennar á aðalsetrinu Wychombe. Anne fellst á áætlun Gillian og við það tekur líf kennslukonunnar stakkaskiptum. Hún verður miðpunktur í félagslífi efri stéttar og kynnist heimi sem hana óraði ekki fyrir. Anne þarf að hafa sig alla við að forðast óvæntar uppákomur sem koma henni í vandræði.



Netta Muskett (1887–1963) fæddist í Kent á Englandi, hún hóf starfsferil sinn sem stærðfræðikennari og sinnti sjúkraflutningum í fyrri heimsstyrjöldinni. Síðar, árið 1927, gaf hún út sitt fyrsta skáldverk og varð brátt þekktur höfundur rómantískra skáldsagnabóka. Hún byrjaði að skrifa um fertugt og gaf hún út yfir 100 verk á ritferli sínum. Sum verka hennar komu út undir dulnefninu Annie Hill.

Bækur Musketts eru þekktar fyrir grípandi söguþráð, margslungnar persónur og rómantíska atburðarás. Muskett var talin einn af farsælustu höfundum rómantískra skáldsagna á meðan hún lifði. Lesendahópur hennar var stór og voru bækur hennar þýddar yfir á fjölmörg tungumál og nutu þær vinsælda um allan heim.

Netta Muskett lést 76 ára gömul árið 1963 og entist henni ekki ævin til að sjá öll hennar verk á prenti. Síðasta bókin hennar kom út árið 1964. Bandaríska félagið The Romantic Novelists' Association veitti lengi verðlaun sem nefnd voru í höfuðið á Nettu Muskett, en hún var einn af meðstofnendum félagsins.

Bækur hennar höfða til þeirra sem njóta rómantískra skáldsagna sem fjalla um fjölskyldur, ástir og örlög.
5:29:35
Utgivningsår
2023
Har du redan läst den? Vad tycker du om den?
👍👎
fb2epub
Dra och släpp dina filer (upp till fem åt gången)